Sala
Fyrsta flokks tæki og búnaður til sölu - allt frá stökum tækjum til heildstæðra lausna.
Hjá Sonik færðu ráðgjöf, tæki og tækniþjónustu til að skapa þá upplifun sem þú vilt.

Skjálausnir
LED skjáir, upplýsingaskjáir, snertiskjáir, gluggaskjáir, útiskjáir og fleira - allt af bestu gæðum.
Við erum einnig með fullkomin upplýsingakerfi sem getur sýnt hvað sem er á þínum skjá, hvenær sem er.

Hljóðlausnir
Sonik selur hátalara, hljóðnema og hljóðblöndunarbúnað sem er með því besta á markaði. Getum líka ráðlagt þér, sett búnaðinn upp og þjónustað.

Ljósalausnir
Ljóskastarar af öllum gerðum og skrautlýsing fyrir hvaða tilefni sem er.

Sviðslausnir
Svið, uppsetningarbúnaður, hljóð- og ljósabúnaður og allt sem margir vita ekki að þurfi til að gera flotta sviðsmynd enn betri.

Fundarými
Allt frá stökum fundaskjám til heildstæðra lausna fyrir fundarými í hvaða stærð sem er. Sonik selur úrvals fundaskjái með eða án snertilausn, búnað til að spegla úr tölvu á skjá, fundamyndavélar, ljós og hljóðkerfi - jafnvel innréttingar eða tæki á borð við kaffivélar frá Ormsson.
"Mikil þekking. Einstaklega lausnamiðuð. Kröftug þjónusta."
- Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlunnar