STREYMI
Streymi er okkar fag.
Sonik græjar tæknimálin - þið einbeitið ykkur að viðburðinum.
Hjá okkur færðu tækniþjónustu og búnað á sölu eða leigu.
Fundur, ráðstefna, ferming, útför eða annað
DÆMI UM FLOTT STREYMI
ABBA streymið 2021
Sonik tók þátt í að gera sögulegt streymi ógleymanlegt og upplifun gesta einstaka.
Fimmtudaginn 2. september 2021 frumflutti hljómsveitin ABBA nýja tóna í fyrsta sinn í 40 ár og það í beinni útsendingu. ABBA kynnti líka tónleikaröð sem stóð til 2022. Tónleikarnir voru á nýjum leikvangi í London og í formi sýndarveruleika.
Frumflutningnum var streymt á sérstaka viðburði víða um heim fyrir útvalda gesti. Á Íslandi var flottur viðburður fyrir streymið í Sky Lagoon, Kópavogi. Sonik sá um tæknimálin og meira til; myndatöku, myndvinnslu, dróna-myndatöku, mynd- og hljóðkerfi og fleira.
Okkar helstu verkefni voru að:
setja upp myndvegg og dregil fyrir gesti
setja upp risaskjá og hljóðkerfi hjá lóninu þar sem gestir upplifðu viðburðinn í beinni
taka myndir og myndbönd með dróna og fleiri græjum; fanga stemninguna og taka viðtöl
vinna efnið á staðnum og senda út til framleiðendanna sem birtu skot frá íslenska viðburðinum o.fl. í ABBA streyminu
vinna myndefni áfram sem verður notað í kvikmynd ABBA sem kemur út á næstunni






Hljóð
Sonik býður hljóðbúnað í hæsta gæðaflokki og við greinum umhverfið svo uppstillingar séu réttar. Þannig nær tónlist og tal vel til allra viðstaddra.
Mynd
Vilt þú taka upp, varpa á skjá, auglýsa eða eitthvað annað? Við hönnum skjálausnir sem allir njóta. Allt frá litlum og miðstórum skjáum til risaskjáa.
Lýsing
Góð lýsing er lykilatriði til að skapa upplifun. Hvort sem það eru ljóskastarar á sviði, einföld lýsing í rými eða magnaðar ljósaskreytingar - þá finnur Sonik lausnina.