VIÐBURÐIR

 

Sonik sérsníður tæknilausnir fyrir viðburðinn þinn eða fyrirtækisins.

Fáðu ráðgjöf, búnað og þjónustu fyrir viðburðinn - allt á einum stað.

Veisla, árshátíð, hlaðborð, erfidrykkja, tónleikar, ball, ráðstefna eða hvað sem er



STÆRRI VIÐBURÐIR

Með 30 ára reynslu af viðburðahaldi er enginn viðburður of stór fyrir Sonik. Við setjum upp svið og tækjabúnað, mætum á svæðið með starfsfólk og tökum þátt í að láta allt ganga vel.

Meðal fyrri viðburða eru Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka, landsmót hestamanna, Color Run, sýningar Verks og Vits og ótal tónleikar.

Íþróttamót, menningarhátíð, tónleikar eða annar stórviðburður



DÆMI UM FLOTTAN VIÐBURÐ

Hér sá Sonik um tæknimál og fleira á árlegri stórskemmtun. Við græjuðum sviðsmynd fyrir flotta dagskrá, ljóskastara og skrautlýsingu, skjái, hágæða hljóðkerfi og annað sem þurfti til að fagna með pompi og pragt.

 
 

Hljóð

Sonik býður hljóðbúnað í hæsta gæðaflokki og við greinum umhverfið svo uppstillingar séu réttar. Þannig nær tónlist og tal vel til allra viðstaddra.

Mynd

Vilt þú taka upp, varpa á skjá, auglýsa eða eitthvað annað? Við hönnum skjálausnir sem allir njóta. Allt frá litlum og miðstórum skjáum til risaskjáa.

Lýsing

Góð lýsing er lykilatriði til að skapa upplifun. Hvort sem það eru ljóskastarar á sviði, einföld lýsing í rými eða magnaðar ljósaskreytingar - þá finnur Sonik lausnina.