Sonos
Hátalarar - Sonos Era 100 Pro - Par
Hátalarar - Sonos Era 100 Pro - Par
Sérpöntun
Hátalarar sem gefa ríkan stereo hljóm og djúpan bassa, með endalausa möguleika fyrir fjölrýmis- eða stereo kerfi (seldir í pörum). Frábærir fyrir tónlist, útvarp, hlaðvörp, heimabíó eða hvað sem þú vilt spila - í heimahúsi eða atvinnurými eins og skrifstofu, verslun eða veitingastað.
Afhending
Afhending
"Til á lager" þýðir að varan fæst keypt á staðnum í höfuðstöðvum Sonik, Gufunesi, á opnunartíma.
"Sérpöntun" þýðir að varan fæst pöntuð í gegnum tölvupóst. Þá má sækja og greiða fyrir vöruna í höfuðstöðvum Sonik innan 7-10 daga eða þegar við sendum tölvupóst um að varan sé komin í hús.
Hér eru opnunartímar, staðsetning og fleira.
Helstu kostir
Helstu kostir
Þetta gera Sonos Era 100 vel:
- Skýr og öflug hljómgæði miðað við stærð
- Lipur tenging við snjalltæki - Bluetooth, WiFi og AirPlay 2
- Geta greint hljómburð rýmisins og stillst sjálfkrafa til að fá sem bestan hljóm
- Raddstýring með innbyggðum hljóðnema - með Sonos Voice eða Alexa
- Einfalt að samstilla við önnur Sonos tæki í fjölrýmiskerfum
- Jafnvægi milli framúrskarandi tækni og fágaðs útlits
- Aukamöguleikar með USB-C - eins og line-in eða Ethernet
Tæknispekkar
Tæknispekkar
Straumur
- 100-240V, 50/60Hz
- 2 m rafmagnssnúra fylgir með
Örgjafi (CPU)
- Quad‑Core 4×A55 1,4 GHz
Minni (RAM)
- 2 GB DDR4 vinnsluminni
- 8 GB eMMC geymsluminni
Tengingar
Tengingar
Era 100 Pro geta verið í sitt hvoru rýminu eða gefið jafnari hljóm í einu rými, jafnvel tengdir Sonos Arc (Ultra) hátalarasúlu sem hluti af surround kerfi. Þeir tengjast með snúru og bjóða upp á enn fleiri möguleika en áður til að skapa traust og öflugt hljóðkerfi í eitt eða fleiri rými.
Nettenging
- Tengist WiFi 6 með hvaða netbeini sem er með 802.11a/b/g/n/ac/ax á 2,4 GHz og 5 GHz
- Ethernet port með 100Base-T nettengingu og afli
Bluetooth
- Tengist hvaða Bluetooth 5.0 tæki sem er
Raddstýring o.fl.
- Virkar vel með raddstýringu eins og Sonos Voice Control eða Amazon Alexa - Sjá nánar hér
- Virkar með AirPlay 2 í Apple tækjum með iOS 11.4 eða hærra
- Virkar með Spotify Connect í gegnum Sonos appið
Hljóð
Hljóð
Hátalaraeiningar
- Þrír stafrænir magnarar (Class‑D) (tveir í Sonos One)
- Einn lágtíðni driver (90,8 x 111,9mm carbon-polypropylene)
- Tveir hátíðni driverar (16mm silki)
Hámarks ör-SPL
- 96dB @ 1m með PoE+
Tíðni
- 45Hz - 20kHz (±3dB)
Hljómsvið
- 240° lárétt x 140° lóðrétt
Trueplay og DSP
- Trueplay hugbúnaðurinn greinir hljómburð rýmis og fínstillir hljóðjöfnun Sonos hátalaranna eftir því
- Virkar með iOS og Android
Stereo útfærsla
- Hannaður til að fylla rými með víðfeðmu stereo hljóði frá smáum einingum
Stærð
Stærð
Breidd x Dýpt x Hæð:
- 120mm x 130.5mm x 182.5mm
- (4,72" x 5,14" x 7,19")
Þyngd:
- 2,03kg
- (4,48lb)
Ábyrgð
Ábyrgð
Sonos Era 100 eru í ábyrgð í tvö ár eftir kaup fyrir einstaklinga og í eitt ár fyrir aðra lögaðila.

-
Hannaður til að lagast að umhverfinu
Getur snúið hvernig sem er, þökk sé boltafestingu í veggfestingunum frá Sonos
-
Stílhreint útlit
Einfalt að fela kapalinn í veggfestingunni, hvernig sem uppsetningin er
-
Aukinn stöðugleiki
Hægt að nota auka krók til að auka stöðugleika ef hátalarinn hangir í lofti
Pro línan frá Sonos
Hvað er Sonos Pro?
Sonos Pro hefur allt sem fyrirtækið þitt þarf í hljóðkerfi - fyrsta flokks hljómgæði, einfaldleika og sérstaka fítusa sem hjálpa við að skapa fullkomna stemningu í hverju rými, alla daga.
Ef tónlist er hluti af starfsumhverfinu eða upplifun viðskiptavina, er Sonos Pro einföld en öflug leið til að gera það með stæl. Tónlistin verður ekki bara bakgrunnshljóð heldur viðskiptatól sem lætur fólki líða vel og vilja koma aftur.
Hvers vegna Sonos Pro?
- Kristaltær hljómur sem fyllir rýmið; kaffihús, skrifstofurými, líkamsræktarstöð, banka eða annað
- Stjórnað hvaðan sem er; skiptu um playlista, stilltu hljóðstyrk og fleira frá tölvu eða snjallsíma
- Fullt leyfi fyrir fyrirtækjanot; spilaðu tónlist löglega í almannarými
- Enginn tæknivandi; Sonik getur hjálpað við að finna bestu uppsetninguna og svo virkar kerfið eins og smurt
- Stækkar með þínum þörfum; stjórnaðu einu eða mörgum svæðum með sama stjórnborði, alltaf jafn einfalt
Þarf fleiri tæki?
Eru passívir hátalarar í hljóðkerfinu?
- Eins og Sonos In-Ceiling, In-Wall eða Outdoor
- Þá þarf Sonos AMP til að knýja þá
Er magnari, móttakari eða beintengdir hátalarar í hljóðkerfinu?
- Eins og hljómgræjur með innbyggða magnara/móttakara, hi-fi stereo móttakara eða AV móttakara
- Þá þarf Sonos Port til að streyma Sonos hljóði til þeirra
Eru bara sjálfknúnir hátalarar í hljóðkerfinu?
- Eins og Sonos Era, Five, Arc, Beam, Move, Roam
- Þá þarf í raun hvorki Sonos AMP né Port
Beintengt eða þráðlaust?
Sonos Pro virkar með WiFi eða beinni tengingu.
- WiFi: Fljótlegt að setja upp ef nettengingin er sterk alls staðar þar sem hljóðkerfið á að ná
- Bein tenging (Ethernet): Minnst eitt Sonos tæki tengt við netbeini (e. router), sem býr til áreiðanlegt lokað Sonos net - tilvalið fyrir stærri rými eða net undir miklu álagi
Þetta skiptir máli því í fyrirtækjarekstri má hljóð ekki klikka. Beintengd uppsetning (Ethernet) getur keyrt allan daginn, alla daga.
Sérsniðin hljóðupplifun
Hvort sem plássið er takmarkað eða þú vilt halda ákveðnum stíl, getur Era 100 Pro fallið fullkomlega að umhverfinu - sérstaklega með veggfestingunum frá Sonos.
Hin eina sanna Sonos upplifun
Era 100 Pro hljómar, virkar og lítur út eins og vinsælu þráðlausu Sonos hátalararnir - en verða hluti af uppsettu kerfi. Því fylgja ýmsir kostir.
Alvöru hljóðupplifun
Líkt og Era 100, getur Pro línan verið hluti af framúrskarandi hljóðkerfi í heimahúsi. Fullkomið fyrir bíókvöld, tölvuleikjaspil, tónlist eða hvað sem er.
Góð app-upplifun
Sonos appið safnar öllu efni og öllum stillingum á einn stað.
Stilltu þín svæði
Það er einfaldara og öruggara að stjórna Sonos hljóðkerfinu með svæðaskiptingu, samstilltum hátölurum og sérstillingum fyrir spilun og hljóðstyrk.
PoE uppsetning
PoE (Power of Internet) tenging gefur frelsi til að sérsníða Sonos hljóðkerfið að nýjum staðsetningum - án sérstakrar loftkælingar sem getur verið kostnaðarsamt og flókið.
Má bjóða þér uppsetningarþjónustu?
Sonik getur mætt á svæðið, greint aðstæður og sett upp Sonos fjölrýmiskerfi sem hentar þeim.
Hvað er í kassanum?
- Tveir Sonos Era 100 Pro hátalarar
- Tvær eye bolt skrúfur
- Leiðbeiningar
Meira um Sonos Era 100 Pro
Passar vel með
Sonos
Veggfestingar fyrir Sonos Era 100 Pro hátalara - Par
Deila

Meira af því sama
-
Vegghátalarar Par - Sonos & Sonace In-Wall Speakers
SeljandiSonosVenjulegt verð 97.990 krVenjulegt verðEiningarverð / áÚtsöluverð 97.990 krSérpöntun -
Veggfestingar fyrir Sonos Era 100 Pro hátalara - Par
SeljandiSonosVenjulegt verð 31.990 krVenjulegt verðEiningarverð / áÚtsöluverð 31.990 krSérpöntun -
Veggfesting fyrir Sonos Arc hátalara
SeljandiSonosVenjulegt verð 12.990 krVenjulegt verðEiningarverð / áÚtsöluverð 12.990 krSérpöntun -
Útihátalarar - Sonos & Sonance Outdoor Speakers - Par
SeljandiSonosVenjulegt verð 122.590 krVenjulegt verðEiningarverð / áÚtsöluverð 122.590 krSérpöntun



